Heimili

Heilbrigð lagnakerfi íbúðarhúsa eru einn af grundvallarþáttum þess að íbúarnir njóti vellíðunar og öryggis. Ólykt, skordýr, rakablettir eða mygla ergja þá ekki einvörðungu heldur geta valdið heilsufarsvandamálum hjá þeim.

Eigendur húsnæðis sem er eldra en 25 ára ættu að láta mynda skólplagnir og kanna ástandið reglulega og þeir sem hyggja á kaup á fasteign eða eru að endurnýja eldhús eða baðherbergi ættu í öllum tilfellum að láta skoða ástand lagna áður en hafist er handa.

Nánari upplýsingar um ástandsskoðun, röramyndatökur, hitamyndatökur, stíflulosun, rótarfræsingu, meindýraeyðingu og niðursetningu brunna er að finna á undir flipanum “Sveitarfélög” hér að ofan.