Röramyndatökur

Valur Helgason ehf. hefur yfir að ráða fullkomnustu röramyndavélum sem í boði eru á markaðnum. Allt frá örsmáum vélum sem komast niður í eldhúsvaska yfir í stærstu gerðir sem mynda lagnakerfi sveitarfélaga. Vélarnar eru með staðsetningarbúnaði og dýptarmælum sem staðsetja bilanir af mikilli nákvæmni.

Að myndatökum loknum fá viðskiptavinir afhent stafræn myndbönd á minnislykli eða DVD disk með skýrum myndskeiðum af lögnunum. Slíkar myndir gera starfsmönnum sveitarfélagsins kleift að ganga hratt og örugglega fram í viðgerðum. Myndirnar nýtast einnig við samanburð á ástandskoðunum í framtíðinni. Hægt er að prenta út myndir af völdum stöðum ef þörf krefur.