Fóðrun lagna

Tíminn vinnur á öllum þáttum fasteigna og eru frárennslislagnir þar engin undantekning. Endingartími þeirra mælist í áratugum í besta falli en að því kemur að skipta þarf um lagnir. Í seinni tíð hefur komið fram tækni sem gerir mönnum kleift að fóðra lagnirnar að innanverðu með sérstakri aðferð. Fóðrun lagna getur verið lausn sem hentar t.d. í gamlar lagnir eða þar sem bilana hefur orðið vart í nýrri lögnum. Við slíkar aðstæður mynda starfsmenn Vals Helgasonar ehf. lagnirnar og meta hvort fóðrun sé framkvæmanleg eða hvort aðrir kostir kunni að vera hagkvæmari.

Fóðrun lagna er sérhæfð vinna sem krefst sérþekkingar og tækja. Þróun tækninnar er hröð og því mikilvægt að þeir sem fóðra séu sérfræðingar á sínu sviði. Valur Helgason ehf. er því í samstarfi við þá fóðrunaraðila sem fremstir standa á hverjum tíma og tryggir þannig viðskiptavinum sínum bestu lausnirnar og faglegustu vinnubrögðin.