Stífluð baðkör

Stíflur í lögnum baðkara eru yfirleitt vandmeðfarnar. Vatnslásar baðkara eru þannig gerðir að oftast er ómögulegt er að komast að með myndavélum og hefðbundinni tækni. Í sumum tilfellum er hægt að beita snigiltækni en í öðrum tilfellum er eina leiðin að opna sér leið að vatnslásnum.

Þar sem plaströr og gúmmíþéttingar eru algengustu efnin í niðurföllum baðkara getur verið varasamt að nota kemískan stíflueyði í niðurföll. Í forvarnarskini ráðleggur Valur Helgason ehf. viðskiptavinum sínum að kaupa lausar ristar í niðurföllin sem safna hári og aðskotahlutum og koma þannig í veg fyrir stíflur. Slíkar ristar má fá í byggingavöruverslunum fyrir hóflegt verð.