Stífluð niðurföll

Valur Helgason ehf. hefur á undanförnum árum verið eina fyrirtækið á Íslandi sem er með örsmáa myndavél sem hægt er að fara með í smæstu niðurföll án nokkurs brots eða röskunar. Staðsetningarbúnaður og dýptarmælir staðsetur stíflur og bilanir af mikilli nákvæmni á örskammri stundu. Stíflur eru oftast fjarlægðar með háþrýstitækni en þar sem lagnir eru sérstaklega viðkvæmar eða stíflaðar með harðgerðum aðskotahlutum er beitt þeirri tækni sem árangursríkust getur orðið í hverju tilfelli fyrir sig.

Þar sem plaströr og gúmmíþéttingar eru algengustu efnin í niðurföllum getur verið varasamt að nota kemískan stíflueyði í þau og ráðleggur Valur Helgason ehf. viðskiptavinum sínum að fara varlega í notkun slíkra efna.