Meindýraeyðing

Í lagnakerfinu geta myndast kjöraðstæður fyrir lífríkið. Klóakmaurar, silfurskottur, rottur og ýmsar aðrar lífverur koma sér oft fyrir í lögnunum og leita síðan inn í hýbýlin. Slíkar verur eru ófögnuður fyrir húseigendur sem flestir vilja láta fjarlægja þessa óvelkomnu boðflennur hið snarasta.

Valur Helgason ehf. er í samstarfi við löggilta meindýraeyða sem eru með allan búnað til að eyða skordýrum, geitungum, músum og rottum.