Niðursetning brunna heimili

Byggingarreglugerðir krefjast þess að brunnar séu settir við allar nýbyggingar enda er mikið öryggi og kostnaðarhagkvæmni fólgin í að hafa aðgang að lögnum utanhúss vegna eftirlits og viðhalds. Í eldri hverfum eru fæst hús með brunnum og kostar það oft erfiðleika þegar stíflur eða bilanir verða í lögnum. Við slíkar aðstæður tekur Valur Helgason ehf. að sér að setja niður brunna og tengja þeim lögnum sem fyrir eru.

Oft hafa brunnar verið faldir með torfi, jarðvegi, mynstursteypu eða hellulögnum. Þegar bilanir verða á slíkum stöðum hefur iðulega orðið mikið jarðrask með tilheyrandi óþægindum og kostnaði þegar eigendur leita brunnanna. Slíkt má forðast með því að kalla til Val Helgason ehf. því myndavélar fyrirtækisins eru með nákvæmum staðsetningar- og dýptarmælum sem greina brunnana af mikilli nákvæmni.

Þegar grafa þarf niður á lögn sem hefur bilað eða brostið hentar oft að setja brunn á bilunarstaðinn til að koma í veg fyrir sams konar vandamál í framtíðinni. Starfsmenn Vals Helgasonar ehf. setja niður slíka brunna ef óskað er.