Almennar upplýsingar

Valur Helgason ehf. hefur safnað mikilli reynslu og þekkingu á stíflulosun, röramyndatökum, rótarfræsingum og ýmsum öðrum þáttum er viðkoma frárennslislagnir fyrirtækja, stofnana og heimila. Fyrirtækið hefur verið starfrækt í um hálfa öld. Valur Helgason ehf. ber nafn stofnanda síns en árið 2002 keyptu þau Ragnar Kummer og Þóra Björk Sigurþórsdóttir fyrirtækið. Ragnar hafði þá verið einn af lykilstarfsmönnum þess um árabil.

Þjónusta fyrirtækisins er margþætt en við sérhæfum okkur meðal annars í að fjarlægja stíflur til dæmis úr eldhús- og baðvöskum, salernisrörum, baðkerum, niðurföllum, þaklögnum og drenlögnum auk fjölþættrar þjónustu við sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki.

Valur Helgason ehf. er staðsett í eigin húsnæði að Gylfaflöt 13, 112 Reykjavík. Símar fyrirtækisins eru 568 8806 og 896 1100. Netfangið er stifla@stifla.is.

Fyrirtækið leggur áherslu á að bjóða stuttan biðtíma á höfuðborgarsvæðinu og að stafsfólkið beri virðingu fyrir eignum þínum, heimili og tíma.