Bílar og tækjabúnaður

Valur Helgason ehf. vinnur eingöngu með fyrsta flokks tækjabúnað og eru starfsmenn fyrirtækisins vel tækjum búnir. Fyrirtækið á nokkrar sérhæfðar bifreiðar með öflugum útbúnað til stíflulosunar og  fullkomnustu röramyndavélar sem í boði eru á markaðnum. Allt frá örsmáum vélum sem komast niður í eldhúsvaska yfir í hitamyndavélar. Myndavélarnar eru með staðsetningarbúnaði og dýptarmælum sem staðsetja bilanir, stíflur, falin niðurföll o.þ.h. af mikilli nákvæmni.