Að forðast stíflur

Besta ráðið til að forðast stíflur í frárennslislögnum er að tryggja að góðar ristar séu í öllum niðurföllum og að brunnar standi ekki opnir.

Þar sem kvarnir eru í eldhúsvöskum má forðast stíflur með því að láta ávallt renna heitt vant þegar kvörnin er í gangi. Gott er að láta vatnið líka renna áfram í smá stund eftir að úrgangur hefur verið settur í kvörnina.

Mikilvægt er að hella ekki fitu s.s. heitri olíu eða feiti í vaska. Betra er að láta hana storkna og henda dýrafitu í ruslið og skila olíu til endurvinnslu eftir því sem hægt er.

Þar sem plaströr og gúmmíþéttingar eru algengustu efnin í niðurföllum sturtubotna getur verið varasamt að nota kemískan stíflueyði í niðurföll. Í forvarnarskini ráðleggur Valur Helgason ehf. viðskiptavinum sínum að kaupa lausar ristar í niðurföllin sem safna hári og aðskotahlutum og koma þannig í veg fyrir stíflur. Slíkar ristar má fá í byggingavöruverslunum fyrir hóflegt verð.