Fyrirtæki Fitugildrur

Fitugildrur mega aldrei fyllast. Ef það gerist sleppur mengun út í lagnakerfið og getur valdið umhverfisspjöllum og stíflum í lögnum. Valur Helgason býður fyrirtækjum og sveitarfélögum þjónustusamninga sem tryggja reglubundið eftirlit og hreinsun á fitugildrum með það að markmiði að koma í veg fyrir mengunarslys.