Fyrirtæki Olíugildrur

Olíugildrur eru uppfinning sem er umhverfinu mikilvæg og hafa án efa átt sinn þátt í þeirri hreinu og fallegu náttúru sem við Íslendingar njótum. Þær gera hins vegar ekkert gagn ef þær fyllast. Í slíkum tilvikum sleppur mengun út í lagnakerfið og getur valdið óafturkræfum umhverfisspjöllum.

Valur Helgason ehf. býður fyrirtækjum og sveitarfélögum þjónustusamninga sem tryggja reglubundið eftirlit og hreinsun á olíugildrum með það að markmiði að koma í veg fyrir mengunarslys.