Sveitarfélög Hitamyndatökur

Valur Helgason ehf. hefur yfir að ráða hitamyndavél sem getur gert gæfumuninn þegar leita þarf lagna í veggjum eða gólfum. Vélin skynjar bæði heitt og kalt og finnur lagnirnar á skammri stundu.

Hitamyndavélin er gjarnan notuð við bilanaleit eða til að staðsetja faldar lagnir þegar þarf að bora í gólf eða veggi. Í fjölmörgum nýrri byggingum, bæði iðnaðar- og íbúðarhúsum, er farið að notast við gólfhita. Við slíkar aðstæður er eins gott að fara varlega og bora ekki inn í lagnirnar.