Ástandsskoðun fyrirtæki

Reglulegar ástandsskoðanir á lagnakerfum fyrirtækja geta sparað þeim umtalsvert fé í viðhaldi. Valur Helgason ehf. hefur yfir að ráða fullkomnustu röramyndavélum sem í boði eru á markaðnum. Allt frá örsmáum vélum sem komast niður í smæstu niðurföll yfir stærstu gerðir sem mynda lagnakerfi stórfyrirtækja. Vélarnar eru með staðsetningarbúnaði og dýptarmælum sem staðsetja stíflustaði og bilanir af mikilli nákvæmni.

Að myndatökum loknum fá viðskiptavinir afhent stafræn myndbönd á minnislykli með skýrum myndskeiðum af lögnunum. Slíkar myndir gera iðnaðarmönnum kleift að ganga hratt og örugglega fram í viðgerðum. Myndirnar nýtast einnig við samanburð í ástandskoðunum í framtíðinni. Hægt er að prenta út myndir af völdum stöðum ef þörf krefur.