Stíflulosun – fyrirtæki

Valur Helgason hefur hartnær hálfrar aldar reynslu í stíflulosun í frárennslislögnum, brunnum niðurföllum, þakrennum og dreni. Rætur, aðskotahlutir og hvers konar stíflur í frárennslislögnum, yfirfylling brunna og minni stíflur innanhúss og utan- eru leikur einn í höndum reyndra starfsmanna fyrirtækisins. Þegar þörf er á frekari framkvæmdum s.s. þegar skemmdir hafa orðið getur Valur Helgason ehf. leyst málið af fagmennsku í samvinnu við sérhæfða iðnaðarmenn og sérfræðinga.

Stíflur eru losaðar á margvíslegan hátt. Í flestum tilfellum dugir að nota sérhæfðar háþrýstidælur með þrýstistútum eða sniglum sem þröngva sér í gegn um erfiðustu stíflur eða ýta aðskotahlutum á undan sér. Stundum þarf að dæla úr brunnum eða fræsa burt rætur trjáa en í einstaka tilfellum þarf að grafa upp lagnirnar og skipta um þær.