Heildarlausnir

Valur Helgason ehf. býður lausnir sem uppfylla þarfir sveitafélaga varðandi lagnamál s.s. ráðgjöf, stíflulosun, eftirlit og viðhald með lögnum og brunnum. Einnig er sveitarfélögum boðið upp á þjónustusamninga sem taka til forvarna, viðhalds og endurnýjunar á lögnum. Slíkir samningar hafa það að markmiði að auka öryggi og skilvirkni í viðhaldi lagnakerfisins og fjárhagslega hagkvæmni til lengri tíma.