Ástandsskoðun heimili

Veistu hvernig ástandið er á lögnum heimilisins? Er lykt, skordýr, rakablettir eða mygla að ergja þig? Eru skólplagnirnar farnar að gefa sig? Getur þú komið í veg fyrir stórtjón með því að bregðast við strax?

Eigendur húsnæðis sem er eldra en 25 ára ættu að láta mynda skólplagnir og kanna ástandið reglulega. Í flestum tilfellum má auka endingartíma lagnanna og lágmarka kostnað við viðgerðir ef skemmdir eru á byrjunarstigi.

Þeir sem hyggja á kaup á fasteign eða eru að endurnýja eldhús eða baðherbergi ættu í öllum tilfellum að láta skoða ástand lagna áður en hafist er handa. Smáar röramyndavélar sem komast inn í minnstu rör eru notaðar til að meta ástandið á skammri stundu. Á þann hátt má koma í veg fyrir fjárhagstjón og ómæld óþægindi.