Stífluð salerni

Stíflun í salerni er eitthvað það hvimleiðasta sem hent getur á nútíma heimilum. Valur Helgason ehf. hefur öflugan dælubúnað til að losa slíkar stíflur. Ef grunur leikur á að stíflan geti verið vegna bilunar í skólplögnum er myndavél send niður í lögnina til skoðunar. Staðsetningarbúnaður og dýptarmælir staðsetur stíflur og bilanir af mikilli nákvæmni á örskammri stundu. Stíflur eru oftast fjarlægðar með háþrýstitækni en þar sem lagnir eru sérstaklega viðkvæmar eða stíflaðar með harðgerðum aðskotahlutum er beitt þeirri tækni sem árangursríkust getur orðið í hverju tilfelli fyrir sig.