Ástandsskoðun

Reglulegar ástandsskoðanir á lagnakerfum sveitarfélaga spara þeim umtalsvert fé í viðhaldi. Starsmenn Vals Helgason ehf. sjá þá um reglubundið eftirlit á lögnum, niðurföllum, brunnum, fitu-, sand- og olíugildrum og því sem viðkemur fasteignum sveitarfélagsins.

Valur Helgason ehf. býður sveitafélögum einnig þjónustu við ástansskoðanir án þess að þjónustusamningar séu til staðar. Sumum hentar betur að láta eigin starfsmenn fylgjast með en þá er Valur Helgson ehf. góður samstarfsaðili þegar eitthvað bjátar á.