Heildarlausni

Valur Helgason hefur um áratugaskeið boðið sveitarfélögum og fyrirtækjum upp á lausnir sem uppfylla þarfir þeirra varðandi einstaka þætti í lagnakerfum. Í boði eru sérsniðnir þjónustusamningar sem taka tillit til mismunandi þarfa sem snúa að umsjón með lagnakerfum. Til að mynda er í boði ráðgjöf, forvarnir, stíflulosun, eftirlit og viðhald með lögnum og brunnum, stíflulosun og endurnýjun á lögnum. Slíkir samningar hafa það að markmiði að auka öryggi, skilvirkni og fjárhagslega hagkvæmni til lengri tíma.

Stíflulosun

Valur Helgason hefur hartnær hálfrar aldar reynslu í stíflulosun í frárennslislögnum, brunnum niðurföllum, þakrennum og dreni. Rætur, aðskotahlutir og hvers konar stíflur í frárennslislögnum, yfirfylling brunna og minni stíflur innanhúss og utan- eru leikur einn í höndum reyndra starfsmanna fyrirtækisins. Þegar þörf er á frekari framkvæmdum s.s. þegar skemmdir hafa orðið getur Valur Helgason leyst málið af fagmennsku í samvinnu við sérhæfða iðnaðarmenn og sérfræðinga.

Stíflur eru losaðar á margvíslegan hátt. Í flestum tilfellum dugir að nota sérhæfðar háþrýstidælur með þrýstistútum eða sniglum sem þröngva sér í gegn um erfiðustu stíflur eða ýta aðskotahlutum á undan sér. Stundum þarf að dæla úr brunnum eða fræsa burt rætur trjáa og í einstaka tilfellum þarf að grafa upp lagnirnar og skipta um þær

Röramyndatökur

Valur Helgason hefur yfir að ráða fullkomnustu röramyndavélum sem í boði eru á markaðnum. Allt frá örsmáum vélum sem komast niður í eldhúsvaska yfir í vélar sem mynda lagnakerfi sveitarfélaga. Vélarnar eru með staðsetningarbúnaði og dýptarmælum sem staðsetja bilanir af mikilli nákvæmni. Ekki þarf því að leita bilana með því að grafa eða brjóta upp gólf nema nákvæmlega á þeim stað sem bilunin er.

Að myndatökum loknum geta viðskiptavinir óskað eftir stafrænni upptöku með skýrum myndskeiðum af lögnunum. Slíkar myndir greiða fyrir alls kyns vinnu svo sem endurnýjun lagna og viðgerðum. Myndirnar nýtast einnig við samanburð á ástandskoðunum í framtíðinni. Valur Helgason geymir myndbandsupptökur í eitt ár frá tökudegi.

Hreinsistöðvalosun

Skólphreinsistöðvar þarf að hreinsa reglulega. Til þess þarf öfluga dælubíla með ADR spilliefnavottun til að dæla upp úr stöðvunum.

Valur Helgason býður fyrirtækjum og sveitarfélögum þjónustusamninga sem tryggja reglubundið eftirlit og dælingu úr skólphreinsistöðvum.
Ástandsskoðun

Reglulegar ástandsskoðanir á lagnakerfum sveitarfélaga spara þeim umtalsvert fé í viðhald. Starfsmenn Vals Helgason sjá þá um reglubundið eftirlit á lögnum, niðurföllum, brunnum, fitu-, sand- og olíugildrum og öðru sem við kemur frárennsli..

Valur Helgason býður einnig þjónustu við ástansskoðanir án þess að þjónustusamningar séu til staðar. Sumum hentar betur að láta eigin starfsmenn fylgjast með en þá er Valur Helgson góður samstarfsaðili þegar eitthvað bjátar á.

Skiljulosun

Fitu-, sand- og olíuskiljur þarf að losa með reglulegu millibili til að þær virki sem skildi. Valur Helgason ehf. er með öfluga dælubíla, með ADR spilliefnavottun, sem dæla upp úr skiljum á örskömmum tíma.

Valur Helgason ehf. býður fyrirtækjum og sveitarfélögum þjónustusamninga sem tryggja reglubundið eftirlit og hreinsun á fitugildrum með það að markmiði að koma í veg fyrir mengunarslys.

Fitugildrur

Fitugildrur mega aldrei fyllast og ekki má líða of langur tími á milli losana. Ef of langur tími líður þá harðnar fitan með tilheyrandi óþægindum og auka kostnaði. Mælt er með að fitugildrur séu hreinsaðar á 3-4 mánaða fresti. Umsjón fitugildra er mikilvæg fyrir umhverfið og lagnakerfið. Fita er mengandi og getur því valdið umhverfisspjöllum. Einnig er fita erfið viðureignar í lögnum.

Valur Helgason býður fyrirtækjum og sveitarfélögum þjónustusamninga sem tryggja reglubundið eftirlit og hreinsun á fitugildrum með það að markmiði að koma í veg fyrir mengunarslys.

Olíugildrur

Olíugildrur eru uppfinning sem er umhverfinu mikilvæg og hafa án efa átt sinn þátt í að viðhalda þeirri hreinni og fallegu náttúru sem við Íslendingar njótum. Þær gera hins vegar ekkert gagn ef þær fyllast. Í slíkum tilvikum sleppur mengun út í lagnakerfið og getur valdið óafturkræfum umhverfisspjöllum.

Valur Helgason ehf. býður fyrirtækjum og sveitarfélögum þjónustusamninga sem tryggja reglubundið eftirlit og hreinsun á olíugildrum með það að markmiði að koma í veg fyrir mengunarslys.

Sandgildrur

Sandgildrur fyllast af sandi enda er það eðli þeirra og tilgangur til þess að koma í veg fyrir stíflur. Þær þarf því að losa með reglubundnum hætti til að þær virki á eðlilegan hátt. Valur Helgason er með öfluga dælubíla sem dæla sandi upp úr sandskiljum.

Valur Helgason býður fyrirtækjum og sveitarfélögum þjónustusamninga sem tryggja reglubundið eftirlit og hreinsun á sandgildrum með það að markmiði að koma í veg fyrir að sandur berist inn í lagnir með tilheyrandi óþægindum og kostnaði